December 2015

Í lok ársins 2015 voru öllum karlakórum boðnir viðaukar við upprunalega samninga þar sem bætt var við heimildum til stafrænnar afritunar og rafrænnar vistunar á því efni sem heimilt er að afrita skv. samningum við Fjölís, án aukins endurgjalds. Í árslok höfðu tveir karlakórar þekkst boðið og nú hafa meðlimir Karlakórsins Heimis og Karlakórsins Fóstbræðra heimildir til að skanna nótur og vista rafrænt. Enn vantar þó upp á að slíkar heimildir séu almennt til staðar og hvetja rétthafar kórstjórnendur til að uppfæra samninga þá sem þegar hafa verið sendir..

Þá standa yfir viðræður við Gígjuna, Samband íslenskra kvennakóra um endurnýjun samninga við aðildarkóra sambandsins þar sem heimildum til stafrænnar afritunar og rafrænnar verður bætt við. Þá er stefnt að því að gera könnun á umfangi afritaðs efnis í starfsemi valinna kóra. Er búist við því að nýir samningar muni liggja fyrir fyrir vorið.