Our Blog

0

Aðalfundur Fjölís var haldinn 25. maí s.l.

Í skýrslu stjórnarformanns kom fram að tekjur félagsins hafa á undanförnum tveimur árum aukist um 24,5% og rekstrarkostnaður dregist saman um 35%, einkum vegna endurnýjunar á samningum, framleigu á skrifstofuhúsnæði og því að framkvæmdastjóri hefur verið í 30% starfi. Starfsemi félagsins hefur dregist verulega saman vegna endurnýjunar samninga. Framkvæmdastjóri mun skv. samkomulagi halda áfram að sinna félaginu og þeim verkefnum sem enn standa út af borðinu við endurnýjun samninga og við að gera viðeigandi breytingar og aðlaga rekstur félagsins að nýjum kröfum sem tilkomnar eru vegna tilskipana frá Evrópusambandinu. Í því felst einnig að skrifstofa félagsins verður flutt út Aðalstræti 6 og í húsnæði Félags íslenskra bókaútgefefnda við Barónsstíg 5.

Aðalfundurinn samþykkti tilnefningar aðildarfélaga í fulltrúaráð og stjórn félagsins.

Stjórn félagsins skipa:

Halldór Þ. Birgisson, f.h. FÍBÚT, formaður,

Ragnar Th. Sigurðsson, f.h. Myndstefs, varaformaður,

Jón Yngvi Jóhannsson, f.h. Hagþenkis,

Sindri Freysson, f.h. Rithöfundasambands Íslands,

Hjálmar Jónsson, f.h. Blaðamannafélagsins,

Páll Ragnar Pálsson, f.h. Stefs og

Gylfi Garðarsson f.h. Sítóns.

 

Comments ( 0 )

    Leave A Comment

    Your email address will not be published. Required fields are marked *