Fréttir

0

Aðalfundur Fjölís var haldinn 25. maí s.l.

Í skýrslu stjórnarformanns kom fram að tekjur félagsins hafa á undanförnum tveimur árum aukist um 24,5% og rekstrarkostnaður dregist saman um 35%, einkum vegna endurnýjunar á samningum, framleigu á skrifstofuhúsnæði og því að framkvæmdastjóri hefur verið í 30% starfi. Starfsemi félagsins hefur dregist verulega saman vegna endurnýjunar samninga. Framkvæmdastjóri mun skv. samkomulagi halda áfram að sinna félaginu og þeim verkefnum sem enn standa út af borðinu við endurnýjun samninga og við að gera viðeigandi breytingar og aðlaga rekstur félagsins að nýjum kröfum sem tilkomnar eru vegna tilskipana frá Evrópusambandinu. Í því felst einnig að skrifstofa félagsins verður flutt út Aðalstræti 6 og í húsnæði Félags íslenskra bókaútgefefnda við Barónsstíg 5.

Aðalfundurinn samþykkti tilnefningar aðildarfélaga í fulltrúaráð og stjórn félagsins.

Stjórn félagsins skipa:

Halldór Þ. Birgisson, f.h. FÍBÚT, formaður,

Ragnar Th. Sigurðsson, f.h. Myndstefs, varaformaður,

Jón Yngvi Jóhannsson, f.h. Hagþenkis,

Sindri Freysson, f.h. Rithöfundasambands Íslands,

Hjálmar Jónsson, f.h. Blaðamannafélagsins,

Páll Ragnar Pálsson, f.h. Stefs og

Gylfi Garðarsson f.h. Sítóns.

 

0

Nú í lok október 2017 hafa tæplega 50 sveitarfélög undirritað samninga um lögmæta afritun höfundaréttarvarins efnis, eftir fyrirmynd rammasamnings sem gerður var í samstarfi Fjölís og Sambands sveitarfélaga.

Samningar voru sendir sveitarfélögunum í upphafi árs og hafa verið að tínast inn síðan.

Þessi hafa undirritað samninga:  Þessi eru enn samningslaus:
Reykjavíkurborg Hafnarfjörður
Kópavogsbær Kjósarhreppur
Seltjarnarneskaupstaður Akraneskaupstaður
Garðabær Grundarfjarðarbær
Mosfellsbær Bolungarvíkurkaupstaður
Reykjanesbær Ísafjarðarbær
Grindavíkurbær Reykhólahreppur
Sandgerðisbær Vesturbyggð
Sveitarfélagið Garður Súðavíkurhreppur
Sveitarfélagið Vogar Árneshreppur
Hvalfjarðarsveit Kaldrananeshreppur
Borgarbyggð Húnaþing vestra
Stykkishólmsbær Blönduósbær 
Snæfellsbær Fjallabyggð
Dalabyggð Eyjafjarðarsveit
Tálknafjarðarhreppur Svalbarðsstrandarhreppur
Strandabyggð Langanesbyggð
Sveitarfélagið Skagafjörður Borgarfjarðarhreppur
Sveitarfélagið Skagaströnd Breiðdalshreppur
Akureyrarkaupstaður Ásahreppur
Norðurþing Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Dalvíkurbyggð
Hörgársveit
Grýtubakkahreppur
Skútustaðahreppur
Þingeyjarsveit
Seyðisfjarðarkaupstaður
Fjarðabyggð
Vopnafjarðarhreppur
Fljótsdalshreppur
Djúpavogshreppur
Fljótsdalshérað
Sveitarfélagið Hornafjörður
Vestmannaeyjabær
Skaftárhreppur
Sveitarfélagið Árborg
Mýrdalshreppur
Rangárþing eystra
Rangárþing ytra
Hrunamannahreppur
Hveragerðisbær
Sveitarfélagið Ölfus
Grímsnes- og Grafningshreppur
Bláskógabyggð
Flóahreppur