Fréttir

0

Nú í lok október 2017 hafa tæplega 50 sveitarfélög undirritað samninga um lögmæta afritun höfundaréttarvarins efnis, eftir fyrirmynd rammasamnings sem gerður var í samstarfi Fjölís og Sambands sveitarfélaga.

Samningar voru sendir sveitarfélögunum í upphafi árs og hafa verið að tínast inn síðan.

Þessi hafa undirritað samninga:  Þessi eru enn samningslaus:
Reykjavíkurborg Hafnarfjörður
Kópavogsbær Kjósarhreppur
Seltjarnarneskaupstaður Akraneskaupstaður
Garðabær Grundarfjarðarbær
Mosfellsbær Bolungarvíkurkaupstaður
Reykjanesbær Ísafjarðarbær
Grindavíkurbær Reykhólahreppur
Sandgerðisbær Vesturbyggð
Sveitarfélagið Garður Súðavíkurhreppur
Sveitarfélagið Vogar Árneshreppur
Hvalfjarðarsveit Kaldrananeshreppur
Borgarbyggð Húnaþing vestra
Stykkishólmsbær Blönduósbær 
Snæfellsbær Fjallabyggð
Dalabyggð Eyjafjarðarsveit
Tálknafjarðarhreppur Svalbarðsstrandarhreppur
Strandabyggð Langanesbyggð
Sveitarfélagið Skagafjörður Borgarfjarðarhreppur
Sveitarfélagið Skagaströnd Breiðdalshreppur
Akureyrarkaupstaður Ásahreppur
Norðurþing Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Dalvíkurbyggð
Hörgársveit
Grýtubakkahreppur
Skútustaðahreppur
Þingeyjarsveit
Seyðisfjarðarkaupstaður
Fjarðabyggð
Vopnafjarðarhreppur
Fljótsdalshreppur
Djúpavogshreppur
Fljótsdalshérað
Sveitarfélagið Hornafjörður
Vestmannaeyjabær
Skaftárhreppur
Sveitarfélagið Árborg
Mýrdalshreppur
Rangárþing eystra
Rangárþing ytra
Hrunamannahreppur
Hveragerðisbær
Sveitarfélagið Ölfus
Grímsnes- og Grafningshreppur
Bláskógabyggð
Flóahreppur

 

 

0

Í kjölfar samninga sem Fjölís gerði við mennta- og menningarmálaráðuneytið í október 2016 var þörf á að endurnýja samninga við sveitarfélög þar sem nýr samningur við ríkið nær yfir afritun á höfundaréttarvörðu efni í tónlistarskólum, sem áður var á forræði sveitarfélaga að semja um.

Eftir að hafa unnið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga að skilgreiningu forsendna og skoðun á umfangi afritunar höfundaréttarvarins efnis í stjórnsýslu og rekstri sveitarfélaga var nýr rammasamningur samþykktur af stjórn Sambandsins í janúar 2017. Sá samningur hefur nú verið sendur öllum sveitarfélögum í landinu og þau eru í óða önn að undirrita þá og senda til baka til að afritun höfundaréttarvarins efnis í stjórnsýslu og rekstri sé með lögmætum hætti.

Forsendur samninganna gera ráð fyrir að greiddar séu 590 kr. á ári fyrir hvert stöðugildi að kennurum undanskildum, enda fellur notkun í leik-, grunn- og tónlistarskólum undir hinn nýja samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Upplýsingar um fjölda stöðugilda fást í árbók Sambands íslenskra sveitarfélaga sem kemur út í október ár hvert.