Fréttir

0

Á dögunum undirrituðu Gígjan, landssamband kvennakóra og LBK, landssamband blandaðra kóra heildarsamning við Fjölís um afritun höfundaréttarvarins efnis.

Í því felst að öllum kórum sem heyra undir samböndin er nú heimilt að afrita nótur til notkunar við æfingar skv. ákvæðum samningsins.

Samningar standa yfir við Samband karlakóra og er búist við að þeir verði undirritaðir innan tíðar.

Með samningunum hafa nú velflestir starfandi kórar á Íslandi öðlast lögmæta heimild til afritunar á nótum og söngtextum í sínum störfum skv. ákvæðum samninganna. Samningunum er ætlað að brúa bilið varðandi heimildir til afritunar t.d. þegar efni er ófáanlegt, þegar eingöngu er ætlunin að nota lítinn hluta af tiltekinni útgáfu o.s.frv.

Höfundar og útgefendur fagna samningunum  og óska íslenskum kórum velfarnaðar í sínum störfum.

0

Aðalfundur Fjölís var haldinn 25. maí s.l.

Í skýrslu stjórnarformanns kom fram að tekjur félagsins hafa á undanförnum tveimur árum aukist um 24,5% og rekstrarkostnaður dregist saman um 35%, einkum vegna endurnýjunar á samningum, framleigu á skrifstofuhúsnæði og því að framkvæmdastjóri hefur verið í 30% starfi. Starfsemi félagsins hefur dregist verulega saman vegna endurnýjunar samninga. Framkvæmdastjóri mun skv. samkomulagi halda áfram að sinna félaginu og þeim verkefnum sem enn standa út af borðinu við endurnýjun samninga og við að gera viðeigandi breytingar og aðlaga rekstur félagsins að nýjum kröfum sem tilkomnar eru vegna tilskipana frá Evrópusambandinu. Í því felst einnig að skrifstofa félagsins verður flutt út Aðalstræti 6 og í húsnæði Félags íslenskra bókaútgefefnda við Barónsstíg 5.

Aðalfundurinn samþykkti tilnefningar aðildarfélaga í fulltrúaráð og stjórn félagsins.

Stjórn félagsins skipa:

Halldór Þ. Birgisson, f.h. FÍBÚT, formaður,

Ragnar Th. Sigurðsson, f.h. Myndstefs, varaformaður,

Jón Yngvi Jóhannsson, f.h. Hagþenkis,

Sindri Freysson, f.h. Rithöfundasambands Íslands,

Hjálmar Jónsson, f.h. Blaðamannafélagsins,

Páll Ragnar Pálsson, f.h. Stefs og

Gylfi Garðarsson f.h. Sítóns.