Our Blog

0

Á dögunum undirrituðu Gígjan, landssamband kvennakóra og LBK, landssamband blandaðra kóra heildarsamning við Fjölís um afritun höfundaréttarvarins efnis.

Í því felst að öllum kórum sem heyra undir samböndin er nú heimilt að afrita nótur til notkunar við æfingar skv. ákvæðum samningsins.

Samningar standa yfir við Samband karlakóra og er búist við að þeir verði undirritaðir innan tíðar.

Með samningunum hafa nú velflestir starfandi kórar á Íslandi öðlast lögmæta heimild til afritunar á nótum og söngtextum í sínum störfum skv. ákvæðum samninganna. Samningunum er ætlað að brúa bilið varðandi heimildir til afritunar t.d. þegar efni er ófáanlegt, þegar eingöngu er ætlunin að nota lítinn hluta af tiltekinni útgáfu o.s.frv.

Höfundar og útgefendur fagna samningunum  og óska íslenskum kórum velfarnaðar í sínum störfum.

Comments ( 0 )

    Leave A Comment

    Your email address will not be published. Required fields are marked *