Fjölís er hagsmunafélag sjö höfundaréttarsamtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höfundaréttar og nýtt eru með ljósritun, skönnun, rafrænni eftirgerð eða annarri hliðstæðri eftirgerð. Fjölís hefur einnig gert samninga við 30 erlend systursamtök í 28 þjóðríkjum um hagsmunagæslu vegna eftirgerðar erlendra verka. Fjölís gerir því leyfissamninga við innlenda notendur um slíka eftirgerð og úthlutar rétthöfum verkanna tekjunum. Fjölís hefur hlotið viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að fara með kollektífar heimildir til innheimtu tekna vegna slíkrar hagnýtingar og nær hún bæði til innlendra og erlendra rétthafa. Heimildina má finna í 26. gr. a höfundalaga nr. 73/1972, samþykktum fyrir Fjölís nr. 494/1985 auk reglna nr. 420/2012. Félagið starfar jafnframt eftir lögum um sameiginlega umsýslu höfundaréttar nr. 88/2019. Stjórn félagsins skipa fulltrúar allra aðildarsamtaka. Rétthafar sjálfir fara því með stjórn félagsins.

Fjölís, Barónsstíg 5, 101 Reykjavík

Netfang: fjolis(hja)fjolis.is

 

Skipulag Fjölís

Skv. samþykktum fyrir Fjölís nr. 494/1985, með áorðnum breytingum, getur sérhvert félag rétthafa, sem umboð hefur til að gera samninga fyrir félagsmenn sína um samþykki og skilyrði fyrir fjölföldun, sótt um aðild að Fjölís. Rétt til inngöngu í félagið eiga hagsmunasamtök og stofnanir sem réttmætt tilkall eiga til greiðslu fyrir ljósritun verndaðra verka að því skilyrði uppfylltu að um verulega hagsmuni sé að ræða.

Aðildarfélögin tilnefna einn aðalmann og annan til vara í fulltrúaráð Fjölíss. Fulltrúaráðið ákveður starf og stefnu Fjölíss, hefur eftirlit með starfsemi félagsins og velur stjórn þess. Stjórnin stýrir starfsemi félagsins og framkvæmdastjóri daglegri framkvæmdastjórn.

Guðrún Björk Bjarnadóttir, formaður, f.h. STEFs

Ragnheiður Tryggvadóttir, f.h. Rithöfundasambandsins

Arndís Þorgeirsdóttir, f.h. Blaðamannafélags Íslands

Friðbjörg Ingimarsdóttir, f.h. Hagþenkis

Heiðar Ingi Svansson, f.h. Félags íslenskra bókaútgefenda

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, f.h. Myndstefs

Björgvin Þ. Valdimarsson, f.h. Sítóns

Halldór Þ. Birgisson, formaður f.h. Félags íslenskra bókaútgefenda

Ragnar Th. Sigurðsson, varaformaður, f.h. Myndstefs

Jón Yngvi Jóhannsson, f.h. Hagþenkis

Hjálmar Jónsson f.h. Blaðamannafélags Íslands

Sindri Freysson f.h. Rithöfundasambands Íslands

Páll Ragnar Pálsson f.h. Stefs

Gylfi Garðarsson f.h. Sítóns.

Aðild að félaginu eiga: