Þjóðkirkjan
Þjóðkirkjan: Samningur um ljósritun á höfundaréttarvörðu efni í starfi þjóðkirkjunnar nær yfir öll verk, íslensk og erlend sem undirorpin eru höfundarétti með þeim undantekningum ef höfundur hefur sérstaklega undanskilið verk sín.
Samningurinn heimilar ljósritun, skönnun og hliðstæða eftirgerð. Hann tekur ekki til efnis sem aflað er með lögmætum samningum við efnisveitur og/eða höfunda sjálfa.
Ljósrita má stutta þætti úr hverju riti, 20% hið mesta og að hámarki 30 bls.
Samningurinn nær til alls starfs sem unnið er innan þjóðkirkjunnar.