Heildarleyfissamningur er stundum kallaður samningskvöð (e. Extended Collective Licensing). Samningarnir eru einkum þekktir á Norðurlöndum og í raun var þeim komið á fót fyrst í Noregi. Kerfið sem byggt er á, er kollektíft þannig að viðurkenndum innheimtusamtökum rétthafa er fengið umboð skv. lögum og samþykktum til að innheimta endurgjald vegna einhvers konar notkunar á höfundaréttarvörðu efni.