Fréttir

Málþingið “Lifað af listinni” var haldið í Iðnó 18. mars s.l.

Þar var rætt um samningskvaðaleyfi, nýja Evróputilskipun, mikilvægi þess að fræða um höfundarétt, eintakagerð til einkanota og virði verka á vefnum.

Þátt tóku fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi, listamenn og starfsmenn höfundaréttarsamtaka.

Upptökur af erindum sem haldin voru má finna hér

0

Aðalfundur Fjölís var haldinn miðvikudaginn 20. apríl 2016.

Aðildarfélög gerðu engar breytingar á fulltrúum í stjórn og fulltrúaráði félagsins.

Fulltrúaráðið er því þannig skipað:

Friðbjörg Ingimarsdóttir, formaður, f.h. Hagþenkis
Jón Kalman Stefánsson, f.h. Rithöfundasambandsins
Egill Örn Jóhannsson f.h. Félags íslenskra bókaútgefenda
Knútur Bruun, f.h. Myndstefs
Guðrún Björk Bjarnadóttir, f.h. STEFs
Arndís Þorgeirsdóttir f.h. Blaðamannafélags Íslands
Björgvin Þ. Valdimarsson f.h. Sítóns.

Stjórn félagsins er þannig skipuð:

Halldór Þ. Birgisson, formaður f.h. Félags íslenskra bókaútgefenda
Ragnar Th. Sigurðsson, varaformaður, f.h. Myndstefs
Jón Yngvi Jóhannsson f.h. Hagþenkis
Hjálmar Jónsson f.h. Blaðamannafélags Íslands
Sindri Freysson f.h. Rithöfundasambands Íslands
Kjartan Ólafsson f.h. Stefs
Gylfi Garðarsson f.h. Sítóns

Ársreikningur félagsins er hér 

Skýrsla stjórnar er hér