Our Blog

0

Í kjölfar samninga sem Fjölís gerði við mennta- og menningarmálaráðuneytið í október 2016 var þörf á að endurnýja samninga við sveitarfélög þar sem nýr samningur við ríkið nær yfir afritun á höfundaréttarvörðu efni í tónlistarskólum, sem áður var á forræði sveitarfélaga að semja um.

Eftir að hafa unnið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga að skilgreiningu forsendna og skoðun á umfangi afritunar höfundaréttarvarins efnis í stjórnsýslu og rekstri sveitarfélaga var nýr rammasamningur samþykktur af stjórn Sambandsins í janúar 2017. Sá samningur hefur nú verið sendur öllum sveitarfélögum í landinu og þau eru í óða önn að undirrita þá og senda til baka til að afritun höfundaréttarvarins efnis í stjórnsýslu og rekstri sé með lögmætum hætti.

Forsendur samninganna gera ráð fyrir að greiddar séu 590 kr. á ári fyrir hvert stöðugildi að kennurum undanskildum, enda fellur notkun í leik-, grunn- og tónlistarskólum undir hinn nýja samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Upplýsingar um fjölda stöðugilda fást í árbók Sambands íslenskra sveitarfélaga sem kemur út í október ár hvert.

Comments ( 0 )

    Leave A Comment

    Your email address will not be published. Required fields are marked *